Málþing um Sturlungu

Héraðsbókasafnið, ásamt félaginu Á Sturlungaslóð, Árnastofnun og Kakalaskálanum, stóð fyrir málþingi um Sturlungu laugardaginn 7. september s.l. Þingið var haldið í Kakalaskálanum.  Fyrirlesarar voru: Ármann Jakobsson, Einar Kárason, Guðrún Nordal, Helgi Þorláksson, Sigurður Hansen og Úlfar Bragason. Þinginu stjórnaði Guðrún Ingólfsdóttir.  Um 60 manns sátu þingið og sköpuðust góðar umræður og stemning meðal þátttakenda Eftir þingið fór Sigurður Hansen með þátttakendur að gjörningi sínum,  Grjóthernum á grundunum norðvestan við Haugsnes og norðan Djúpadalsár og sagði frá kenningum sínum um aðdraganda Haugsnesbardaga og að sjálfsögðu fræddi hann gestina um tilurð Grjóthersins. Þingið naut styrkja frá Menningarráði Norðurlands vestra og Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga.


Svæði

Héraðsbókasafn Skagfirðinga  |  Safnahúsinu við Faxatorg  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6050  bokasafn@skagafjordur.is