Starfsmaður óskast tímabundið í afleysingar

Héraðsbókasafn Skagfirðingar óskar eftir starfsmanni í afleysingar, um er að ræða ca 30% starfshlutfall tímabilið frá miðjum apríl fram í miðjan júní. Vinnutími er alla virka daga frá kl. 15:00 - 18:00. Gæti því hentað sem aukavinna. Starfsmaður á bókasafni sinnir afgreiðslu vegna útlána bóka, röðun bóka í hillur, merkingu og plöstun bóka.

 Hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi er kostur.
  • Reynsla af sambærilegum störfum er kostur.
  • Almenn tölvuþekking og færni.
  • Lipurð í mannlegum samskiptum, háttvísi og kurteisi.
  • Jákvæðni, starfsgleði, frumkvæði og sveigjanleiki.
  • Samviskusemi og stundvísi.
  • Umsækjendur þurfa að tala og skilja vel íslensku. Enskukunnátta er kostur.
  • Umsækjendur skulu hafa náð 18 ára aldri.

Launakjör eru samkvæmd kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristín Sigurrós Einarsdóttir, héraðsbókavörður, kristinse@skagafjordur.is, 867 3164.

Einungis er tekið við rafrænum umsóknum á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf).

 Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.


Svæði

Héraðsbókasafn Skagfirðinga  |  Safnahúsinu við Faxatorg  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6050  bokasafn@skagafjordur.is