Gyrðir Elíasson

Gyrðir Elíasson

Gyrðir Elíasson er fæddur í Reykjavík þann 4. apríl árið 1961. Hann er Austfirðingur að uppruna en ólst upp á Sauðárkróki og gekk þar í grunnskóla. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki árið 1982. Faðir hans, Elías B. Halldórsson var myndlistarmaður. Báðir bræður Gyrðis, Sigurlaugur og Nökkvi, eru einnig myndlistarmenn.

Fyrsta ljóðabók Gyrðis, Svarthvít axlabönd, kom úr fyrir fjörtíu árum eða árið 1983. Gangandi íkorni kom svo út árið 1987. Gyrðir þykir góður stílisti og eru bækur hans mjög ljóðrænar.

Gyrðir hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín. Hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin og Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness árið 2000 fyrir smásagnasafnið Gula húsið og Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2011 fyrir Milli trjánna. Útgáfa ljóðaþýðinganna Flautuleikur álengdar, sem komu út hjá Uppheimum árið 2008, markaði 25 ára rithöfundarafmæli hans. Hann hefur tvisvar hlotið íslensku þýðingarverðlaunin, auk fjölda annarra verðlauna og tilnefninga sem hér eru ótaldar.

Hefur fengist við ritstörf nánast öll sín fullorðinsár. Auk ljóðabóka hefur hann sent frá sér skáldsögur og sagnasöfn. Hann er einnig ötull þýðandi og hefur m.a. þýtt bækur um og eftir ameríska frumbyggja. Þá hefur hann þýtt fjórar af skáldsögum bandaríska höfundarins Richards Brautigan.

Gyrðir bjó um skeið í Borgarnesi og á Akranesi en er nú búsettur í Reykjavík. Hann er kvæntur og á þrjú börn.

Heimildir:

Bókmenntaborgin:

https://bokmenntaborgin.is/bokmenntavefur/hofundar/gyrdir-eliasson

Miðstöð íslenskra bókmennta:

https://www.islit.is/hofundar/

Wikipedia:

https://is.wikipedia.org/wiki/Gyr%C3%B0ir_El%C3%ADasson

Svæði

Héraðsbókasafn Skagfirðinga  |  Safnahúsinu við Faxatorg  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6050  bokasafn@skagafjordur.is