Fréttir

Fámennt en góðmennt Glæpakviss

Fríða og Siva í gervi lögreglukvenna
Það ríkti mikil spenna þegar keppni í Glæpakvissi fór fram á landsvísu á fimmtudaginn í síðustu viku, að undirlagi Hins íslenska glæpafélags sem fangar 25 ára afmæli sínu um þessar mundir. Um tuttugu bókasöfn víðs vegar um landið tóku þátt og var Héraðsbókasafn Skagfirðinga eitt þeirra. Keppnin í Skagafirði fór fram í Gránu á Sauðárkróki og sáu glæpakvendin Fríða og Siva um framkvæmdina. Mættu þær uppáklæddar sem lögreglumenn meðan saklausir keppendur leystu 30 spurningar sem bornar voru fram í máli og myndum.
Lesa meira

Glæpakviss í Gránu

Nú er lag að rifja upp fyrir Glæpakviss í Gránu.
Héraðsbókasafn Skagfirðinga, í samvinnu við Hið íslenska glæpafélag, stendur fyrir Glæpakvissi í Gránu fimmtudaginn 5. september. Gert er ráð fyrir 2-4 keppendum í liði og skipað verður í lið á staðnum, svo það er ekki skilyrði að vera búinn að finna sér liðsfélaga áður en mætt er á staðinn. Spurningarnar eru úr íslenskum glæpasögum. Hin grunsamlega glæsilegu glæpakvendi, Fríða og Siva, munu stýra keppninni. Gert er ráð fyrir að viðburðurinn taka um einn og hálfan tíma.
Lesa meira

Stafrænt bókasafnskort


Nú er mögulegt að fá bókasafnskortið í farsímann. Lánþegar sækja kortið sjálfir með því að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum eða hafa samband við sitt bókasafn. Athugið að nota þarf “Smart Wallet” fyrir Android síma.
Lesa meira

Dagatal

« Október 2024 »
SMÞMFFL
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031 

Facebook

Svæði

Héraðsbókasafn Skagfirðinga  |  Safnahúsinu við Faxatorg  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6050  bokasafn@skagafjordur.is