Fréttir

Skúli Sigurðsson les úr bók sinni Slóð sporðdrekans


Næstkomandi miðvikudag, 27. nóvember kl. 16:00, heimsækir Skúli Sigurðsson rithöfundur bókasafnið og les fyrir gesti úr nýútkominni bók sinni Slóð sporðdrekans.
Lesa meira

Rithöfundakvöld 20. nóvember


Miðvikudagskvöldið 20. nóvember kl. 20:00 munu fimm rithöfundar heimsækja Héraðsbókasafnið. Rithöfundakvöldið er árlegur viðburður og stendur dagskráin frá kl 20-22. Munu höfundarnir allir lesa úr nýútkomnum bókum sínum. Aðgangur er ókeypis og boðið upp á kaffi, konfekt og jólate í hléi.
Lesa meira

Fámennt en góðmennt Glæpakviss

Fríða og Siva í gervi lögreglukvenna
Það ríkti mikil spenna þegar keppni í Glæpakvissi fór fram á landsvísu á fimmtudaginn í síðustu viku, að undirlagi Hins íslenska glæpafélags sem fangar 25 ára afmæli sínu um þessar mundir. Um tuttugu bókasöfn víðs vegar um landið tóku þátt og var Héraðsbókasafn Skagfirðinga eitt þeirra. Keppnin í Skagafirði fór fram í Gránu á Sauðárkróki og sáu glæpakvendin Fríða og Siva um framkvæmdina. Mættu þær uppáklæddar sem lögreglumenn meðan saklausir keppendur leystu 30 spurningar sem bornar voru fram í máli og myndum.
Lesa meira

Dagatal

« Desember 2024 »
SMÞMFFL
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031 

Facebook

Svæði

Héraðsbókasafn Skagfirðinga  |  Safnahúsinu við Faxatorg  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6050  bokasafn@skagafjordur.is