Saga bókasafnsins

Saga Hérađsbókasafns Skagfirđinga

Elsta heimildin um stofnun bókasafns fyrir Skagafjarđarsýslu er bréf sem sr. Zóphónías Halldórsson í Viđvík skrifađi sýslunefnd Skagafjarđarsýslu áriđ 1898 ţar sem hann lagđi til ađ sýslubókasafn yrđi stofnađ. Ekkert varđ ţó úr ţví í bráđ en ákveđiđ ađ Amtbókasafniđ á Akureyri ţjónađi öllum Norđlendingafjórđungi og sendi bćkur til lestrarfélagana sem starfandi voru í mörgum sóknum í Skagafirđi. Ţessi háttur ţótti ekki gefast vel og lagđist fljótlega af. Ţađ var ţví áriđ 1904 ađ ákveđiđ var á sýslufundi ađ stofna bókasafn og voru ţrír menn kosnir til ađ semja reglugerđ safnsins og kaupa inn bćkur. Margt er óljóst um starfsemi safnsins fyrstu áratugina ţar sem elstu gögn ţess eru nú flest glötuđ, ţó má fullyrđa ađ starfsemin hafi veriđ fremur lítil og fáar bćkur keyptar, en ţó vitum viđ ađ Lestrarfélag Sauđárhrepps gaf safninu allar bćkur sínar áriđ 1906 og er enn talsvert af bókum í safninu frá ţessu gamla lestrarfélagi.

Í ítarlegri skýrslu sem Ísleifur Gíslason ritađi til sýslunefndar áriđ 1918 kom fram ađ lánuđ hafi veriđ út ţađ ár 560 bindi og hafi ţau veriđ lesin af fólki úr 9 hreppum sýslunnar. Ţađ ár hafđi safniđ 60 međlimi og greiddi hver 50 aura til ţess. Langmest var safniđ notađ af Sauđárkróksbúum auk íbúa Skarđshrepps og Stađarhrepps. Ísleifur gat ţess ađ skáldsögur vćru lang vinsćlasta lestrarefniđ og voru sumar lánađar út margoft. Ţá voru ríflega 40 rit keypt til safnsins á árinu, ţar af dálítiđ af bókum sem keyptar höfđu veriđ á uppbođi. En ţetta ár eignađist safniđ engu ađ síđur bćkur eftir Einar H. Kvaran, Gunnar Gunnarsson, Selmu Lagerlöf, Guđmund Friđjónsson og Jón Trausta svo einhverjir höfundar séu nefndir ţannig ađ viđskiptavinir safnins fóru ekki varhluta af ţví sem var efst á baugi í íslenskum bókmenntum, og jafnvel ţó víđar vćri leitađ.

Hins vegar sveiđ mönnum á ţessum tíma mjög hversu takmörkuđ starfsemi safnsins var og slćm ađstađa var ţví búin. Áriđ 1923 ritađi Kristján Linnet sýslumađur greinargerđ til sýslunefndar um safniđ og er rétt ađ taka hér upp nokkur orđ úr skýrslu hans. Kristján sagđi:

Eins og mörgum er kunnugt og mjer sjálfum ekki síst er hiđ svonefnda sýslubókasafn Skagafjarđarsýslu mjög ófullkomiđ og ófullnćgjandi, svo međ sanni má segja ađ ţađ sje fáum til gagns og enn fćrri til ánćgju. Fyrir tveim árum var tekin upp sú stefna ađ ekki skyldi kaupa ađrar bćkur til safnsins en ţćr, sem til fróđleiks mćttu verđa, og ţó ađ ávallt hafi ađsókn ađ safninu veriđ lítil mun ţó mega fullyrđa ađ síđan hefur minnkađ og dregur ađ ţví ađ innan skamms verđi bókavörđurinn eini mađurinn, sem ţangađ snýr göngu sinni.

Kristján taldi lítinn tilgang ađ halda úti safni međ slíkri starfsemi og hvatti mjög til ţess öll lestrarfélög sýslunar yrđu sameinuđ í eitt stórt sýslubókasafn ţar sem völ vćri á fjölbreyttum bókakosti og leit hann svo á ađ slíkt safn ćtti ekki einungis ađ eiga góđbókmenntir, heldur mćttu skemmtibćkur vera ţar innanum svo framarlega ađ ţćr vćru ekki beinlínis siđspillandi. Rakti Kristján síđan af nákvćmni hugmyndir sínar um hvernig móđursafniđ gćti veriđ stađsett á Sauđárkróki međ útibúum um sveitir hérađsins. Má segja ađ hugmyndir Kristjáns frá árinu 1923 séu sláandi líkar ţeim hugmyndum sem nú eru uppi um rekstur bókasafna í dreifbýli.

Ţrátt fyrir viturlegar hugmyndir sýslumanns í ţessu efni, varđ ţó ekkert af ţví ađ gripiđ yrđi til framkvćmda. Nefnd var ţó skipuđ í máliđ ţar sem sátu Sćmundur Dúason, auk sćmdarprestanna Hallgríms Thorlacius og Arnórs Árnasonar. Ţeir töldu hugmyndir Kristjáns allrar athygli verđar, en samgöngur hömluđu ţó framkvćmdum ađ ţessu leyti. Niđurstađan varđ ţví sú ađ allt hélst í svipuđu fari, en ţó jókst ađsókn ađ safninu nokkuđ á nćstu árum og auknu fé mun hafa veriđ eytt til safnsins.

Ţrátt fyrir ađ heimildaskortur um fyrstu starfsár safnsins sé fyrir hendi er samt ýmislegt sem hefur varđveist frá starfseminni fyrstu áratugina. Á árunum frá um 1925-1930 var nokkurt samstarf milli bókaverslunar Ársćls Árnasonar í Reykjavík og bókasafnsins. Varđveist hefur bókalisti frá versluninni frá árinu 1927. Merkt er viđ ţćr bćkur sem safniđ hugđist kaupa af Ársćli, ţćr voru alls sex talsins. Ţar af voru tvćr tengdar Vilhjálmi Stefánssyni landkönnuđi, annars vegar ćfisaga hans og hins vegar bókin Í norđurveg. Ákveđiđ var einnig ađ kaupa Vesalinga Hugos, en ekki er síđur áhugavert hvađ safniđ ákvađ ađ kaupa ekki. Ţar á međal er Vefarinn mikli frá Kasmír eftir Halldór frá Laxnesi en geta ber ţess ađ áriđ 1927 telst ekki til ţess árs sem stórvirki í íslenskri bókmenntasögu komust á ţrykk, nema helst ef undan er skilinn Vefarinn mikli.

Hér er ekki tími til ađ rekja nákvćmlega starfsemi safnsins frá ári til árs en viđ skulum víkja til ársins 1932. Ísleifur var enn bókavörđur og sendi skýrslu sína til sýslunefndar. Ţađ ár voru lánuđ út 1112 bindi. Langmest af skáldsögum eđa 622 bćkur og 191 sagnfrćđirit en ađrar bćkur voru ekki eins vinsćlar. Ţremur árum síđar hafđi ađsóknin heldur dalađ en ţó lánađar bćkur til 172 manna. Einar H. Kvaran var vinsćlastur höfunda ţá sem endranćr. 24 lánţegar fengu bćkur hans ađ láni en ţar á eftir voru Guđmundur Friđjónsson, smásagnahöfundurinn, Jóhann Magnús Bjarnason, Sveinbjörn Egilsson, Davíđ Stefánsson og Halldór frá Laxnesi og ţađ ţótt Vefarinn mikli vćri enn ekki kominn í eigu safnsins.

Áriđ 1937 urđu tímamót í sögu Hérađsbókasafnsins ţegar ţađ fluttist í nýtt húsnćđi viđ Suđurgötu. Lét Ísleifur ţá af starfi bókavarđar, sem hafđi veriđ honum um margt erfitt, ţví ţrátt fyrir litla notkun á safninu var ađstađan öll erfiđ og litla borgun ađ fá fyrir vinnuna. Tók Steingrímur Arason viđ bókavörslu og sá um útlán nćstu 20 árin, en hann bjó á efri hćđ bókhlöđunnar. Ţá var heildar bókaeign safnsins 1100 bindi, flest eigulegar bćkur, en í slćmu ástandi. Sr. Helgi Konráđsson tók ađ sér ađ skrásetja safniđ fyrir vćga ţóknun og gerđi hann vandađa spjaldskrá fyrir allar bćkurnar. Var Helgi vakinn og sofinn yfir framgangi safnsins og nćstu árin jókst ţađ mjög ađ vöxtum. Í árslok 1949, ţegar safniđ gaf út prentađa bókaskrá, voru 5500 bindi á skrá. Munađi miklu um rausnarlegar gjafir til safnsins  einkum frá Jósef J. Björnssyni skólastjóra á Hólum og sr. Hallgrími Thorlacius í Glaumbć en ţćr tvćr gjafir numu hátt á 11. hundrađ bindum.

Fullyrđa má ađ eflingu bókasafnsins á ţessum árum megi rekja til áhuga áhrifamanna innan sýslunnar. Ég held ađ á engan sé hallađ ţó nefnd séu nokkur nöfn í ţessu sambandi. Nöfn ţeirra sr. Helga Konráđssonar, Sigurđar Sigurđssonar sýslumanns og Jóns Sigurđssonar á Reynistađ. Ţeir ásamt mörgum öđrum lögđu á sig mikla vinnu til ađ efla bókasafniđ á alla lund og árangurinn lét ekki á sér standa.

Áriđ 1956 tók Björn Daníelsson skólastjóri viđ bókakaupum og skráningu bóka og svo afgreiđslu á útlánstímum. Jafnt og ţétt jókst bókaeignin og útlán ađ sama skapi hröđum skrefum. Tíu árum síđar var ljóst ađ bókhlađan sem reist hafđi veriđ viđ Suđurgötuna var orđin allt of lítil og hamlađi mjög starfsemi safnsins. Um áramótin 1969-1970 var bókasafniđ flutt Safnahúsiđ viđ Faxatorg og aftur varđ mikil útlánaaukning á safninu enda gjörbreyttist öll ađstađa ţess. Áriđ 1970 voru lánuđ út tćplega 12.000 bindi og hafđi aukist um nćrri helming frá árinu áđur. Guđrún frá Lundi var lang vinsćlasti rithöfundurinn en 190 manns höfđu tekiđ bćkur hennar ađ láni ţađ ár. Ljóst var ađ erfitt vćri ađ halda starfsemi safnsins gangandi og sinna tilfallandi verkefnum fyrir mann sem hafđi bókavörsluna ađ aukastarfi, en ţađ tókst Birni Daníelssyni og vann hann mikiđ og gott starf uns hann féll skyndilega frá áriđ 1974. Björn átti mikinn ţátt í ađ ráđist var í byggingu Safnahússins. Hafđi hann yfirumsjón međ framkvćmdum og mun hafa mćtt mest á honum ađ ţoka málum áleiđis.

Haustiđ eftir ađ Björn féll frá var Eiríkur Rögnvaldsson ráđinn í fullt starf viđ safniđ og áriđ 1976 tók Hjalti Pálsson viđ starfi bókavarđar og gengdi hann ţví til ársins 1990. Ţá tók Jón Árni Friđjónson viđ starfi og loks Dóra Ţorsteinsdóttir sem hefur veriđ hérađsbókavörđur frá árinu 1991. Jafnframt hafa stjórnarmenn í söfnunum sinnt starfi sínu af kostgćfni og lagt á sig mikla vinnu ţeim til eflingar. Nefna má ţá Kára Jónsson, Gunnar Gíslason í Glaumbć og Björn Björnsson skólastjóra sem voru í stjórn Safnahússins um langt skeiđ, svo einhverjir séu nefndir.

Áriđ 1981 var heildarfjöldi útlána kominn í tćplega 36.500 bindi og hafđi ţá tvöfaldast frá árinu 1975, en upp úr ţví dró nokkuđ úr útlánum, enda varđ afţreying fólks fjölbreyttari og tilkoma vídeósins talin af sumum ganga ađ bókinni dauđri. Svo varđ ţó ekki. Í allmörg skipti hefur veriđ gefiđ út dánarvottorđ bókarinnar, en hún lifir nú samt góđu lífi. Áriđ 1981 voru skráđar tćplega 18.000 bćkur í safninu, en marg óskráđ ađ auki. Í dag eru skráđar um 35.500 bćkur í safniđ og eru ţá ekki talin tímarit, blöđ, bćklingar og raunar fjölmargar bćkur sem safninu tilheyra. Í dag eru heildarútlán bókasafnsins á ári hverju um 23.000 eintök. Ríflega 600 manns hafa útlánsskírteini á bókasafninu og er stćrstur hluti ţeirra virkir lánţegar sem koma oft á safniđ á ári hverju. Nú er svo komiđ ađ ţađ rými sem safniđ hefur er á ţrotum enda orđin 35 ár síđan ţetta hús reis. Ţađ er afar mikilvćgt ađ huga ađ bćttri ađstöđu safnsins og nú á síđustu misserum hefur veriđ unniđ ađ hugmyndum um stćkkun Safnahússins í tengslum viđ byggingu menningarhúss. ţannig ađ söfnin fái nauđsynlega viđbót í húsnćđi. Ţá mun ţađ sama gerast og gerđist ţegar bókhlađa reis viđ Suđurgötuna áriđ 1937 og hér á Faxatorgi áriđ 1970 ađ notkun á safnininu mun aukast stórkostlega og bókasafniđ verđur miđpunktur í öflugu starfi menningarmiđstöđvar hér á Króknum fyrir alla íbúa Skagafjarđar.

Bókasöfn á Íslandi eiga sér langa sögu. Margir hafa velt fyrir sér framtíđ safnanna međ tilliti til margvíslegra og stórkostlegra upplýsingaveitna svo sem Internetsins. Ekkert bendir til ţess í dag ađ mikilvćgi bókasafna sé ađ minnka, ţvert á móti gegna bókasöfnin fjölbreyttu og mikilvćgu hlutverki enda verđur krafan um upplýsingar og ţjónustu sífellt hávćrari. Á síđustu árum hefur mjög víđa um land veriđ byggđ upp glćsileg bókasöfn sem eru sómi hvers sveitarfélags. Uppbygging Hérađsbókasafnsins hér í Skagafirđi mun efla byggđarlagiđ og skapa góđa ađstöđu til náms, afţreyingar og upplýsingaleitar öllum íbúum Skagafjarđar til hagsbóta.

 

Svćđi

Hérađsbókasafn Skagfirđinga  |  Safnahúsinu viđ Faxatorg  |  550 Sauđárkrókur  |  Sími 455 6050  bokasafn@skagafjordur.is