Flýtilyklar
Fréttir
Jólakveðja 2025
23. desember 2025
Héraðsbókasafn Skagfirðinga óskar gestum safnsins og Skagfirðingum öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs.
Vonum að öll njóti jólanna með góða bók við hönd.
Með kveðju
Starfsfólk Héraðsbókasafns Skagfirðinga
Lesa meira
Góðir gestir á safninu
16. desember 2025
Í síðustu viku fengum við góða heimsókn þegar nemendur og starfsfólk starfsbrautar FNV komu til okkar hingað í Safnahúsið við Faxatorg. Þau skoðuðu safnkostinn, spiluðu spil og fengu djús og piparkökur.
Lesa meira
Lína langsokkur fékk marga afmælisgesti
05. desember 2025
Það var líf og fjör í Safnahúsinu í gær þegar Lína langsokkur kom í heimsókn. Gestafjöldinn var álíka og árin sem liðin eru síðan fyrsta bókin ódauðlegu sögupersónu kom út í Svíþjóð, eða áttatíu. Börn á leik- og grunnskólaaldri fjölmenntu í fylgd með foreldrum, ömmum, öfum og frænkum.
Lesa meira
Lína langsokkur áttræð
01. desember 2025
Við ætlum að fagna áttræðisafmæli Línu langsokks á fimmtudaginn og gera okkur glaðan dag í lestrarstund. Lína mun koma í heimsókn í eigin persónu, frá Leikfélagi Sauðárkróks, lesa fyrir börnin og taka lagið. Boðið verður upp á föndurverkefni með Línu langsokks þema og sýnd teiknimynd. Þá munum við bæta Línu púslum og leikföngum í barnahornið og hægt verður að lita myndir af Línu. Við erum líka að setja upp Línu langsokks-skreytingar í barnahornið, sem hún Glódís í 10. bekk Árskóla eru að búa til fyrir okkur. Lestrarstund Línu langsokks hefst kl. 16:30 í Safnahúsinu við Faxatorg á Sauðárkróki.
Lesa meira
Vel heppnað rithöfundakvöld
18. nóvember 2025
Árlegt rithöfundakvöld var haldið í Safnahúsinu sl. fimmtudag. Fimm höfundar mættu til leiks að þessu sinni og kynntu bækur sínar. Aðsóknin var að venju góð og notaleg stemning með upplestri í bland við jólate og konfekt. Góður rómur var gerður að þessum viðburði og voru rithöfundarnir ánægðir með móttökurnar.
Lesa meira



