Fréttir

Skilafrestur í Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga

Við minnum á að skilafrestur fyrir vísur og botna í Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga rennur út á miðnætti þriðjudaginn 23. apríl.
Lesa meira

Vísnakeppnin á sínum stað

Verðlaunaafhending árið 2014. Mynd: Feykir
Nú, sem áðurgengin ár, stendur Safnahús Skagfirðinga fyrir vísnakeppni. Má segja að hún sé mörgum árviss upphitun fyrir Sæluviku. Reglur eru sem fyrr skýrar og einfaldar; í fyrsta lagi að botna fyrirfram gefna fyrriparta og í öðru lagi að semja vísu um tiltekið efni. Ekki er nauðsynlegt að botna alla fyrripartana og allsendis í lagi að senda inn einungis eina vísu. Nauðsynlegt er þó að þáttakendur haldi sig við ferskeytluformið.
Lesa meira

Starfsmaður óskast tímabundið í afleysingar


Vegna veikindaforfalla óskar bókasafnið eftir að ráða starfsmann í tímabundnar afleysingar. Um er að ræða ca 30% starfshlutfall tímabilið frá miðjum apríl fram í miðjan júní. Vinnutími er alla virka daga frá kl. 15:00 - 18:00. Starfið gæti því hentað sem aukavinna.
Lesa meira

Opnir spilaviðburðir í dag

Azul er eitt af fjölmörgum spilum til útláns
Í dag munu Hilmar Kári Hallbjörnsson frá borðspil.is og Guðbergur Haraldsson heimsækja bókasafnið og kynna spil. Klukkan 17 verður kynning fyrir fjölskyldur og klukkan 20 fyrir fullorðna. Spilin verða uppstillt og Hilmar og Beggi kenna gestum reglurnar og leyfa þeim að prófa. Það er því nóg að mæta með góða skapið.
Lesa meira

Leiðbeiningar um leit í safninu

Á leitir.is má leita í safnkosti Héraðsbókasafnsin
Nú hefur verið sett inn rúmlega 10 mínútna leiðbeiningamyndband um leit í safninu. Myndbandið er að finna undir hnappnum Hlekkir hér efst til hægri á síðunni, en einnig er hægt að smella á það hér fyrir neðan.
Lesa meira

Svæði

Héraðsbókasafn Skagfirðinga  |  Safnahúsinu við Faxatorg  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6050  bokasafn@skagafjordur.is