260 gestir á öskudegi

Bókaverðir tóku á móti 260 öskudagsgestum í morgun
Bókaverðir tóku á móti 260 öskudagsgestum í morgun

Það hefur verið líf og fjör á bókasafninu í morgun og óhætt að enginn dagur á árinu toppi heimsóknafjölda á öskudaginn. Um 260 gestir hafa heimsótt okkur og þegið nammi og Andrés blað í skiptum fyrir söng.

Við náðum myndum af öllum grímuklæddum gestum dagsins. Bókaverðir tóku að sjálfsögðu þátt í gleðinni og klæddu sig í dýrabúninga. Á Facebook síðu safnsins má sjá fleiri myndir frá deginum. 

Það var mikil fjölbreytni í lagavalinu en vinsælustu lög dagsins voru Litalagið, Gamli Nói og Krummi svaf í klettagjá. Auk þess mátti heyra ýmis vinsæl barnalög, Eurovisionlög og dægurlög.

Við þökkum öllum gestunum fyrir komuna og vonum að börnin og fjölskyldur þeirra njóti vetrarfrísins sem er framundan. Að venju er opið í safninu frá kl 11-18 á virkum dögum og því tilvaldið að nota fríið til að kíkja í heimsókn.


Svæði

Héraðsbókasafn Skagfirðinga  |  Safnahúsinu við Faxatorg  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6050  bokasafn@skagafjordur.is