Í dag er jarðsunginn Björn Björnsson, fyrrverandi skólastjóri á Sauðárkróki og Hofsósi og fréttarritari Morgunblaðsins hér í Skagafirði. Björn var fastagestur hér í Safnahúsinu og sat um langt skeið í stjórn hússins og safnanna. Lagði hann þá og alla tíð síðan margt gott til starfseminnar og var ætíð mjög áhugasamur um hana.
Eftir að Björn Daníelsson féll frá árið 1974 tóku þau Björn og eiginkona hans, Birna Guðjónsdóttir, (1943-2021) safnið upp á sína arma, en Birna hafði þá um skeið starfað við afgreiðslu í safninu. Höfðu þau safnið á sinni könnu um nokkurra ára skeið, þar til héraðsbókavörður var ráðinn á ný.
Héraðsbókasafns Skagfirðinga færir þakkir fyrir þeirra góða starf í þágu safnsins og Safnahússins og vottar aðstandendum samúð.