Bókasafnsdagurinn

Það var mikið um að vera hérna á safninu á bókasafnsdaginn og margir sóttu okkur heim. Við gerðum okkur eitt og annað til skemmtunar. Boðið var upp á kúmenkaffi og kleinur og átti það vel við því Kristín Einarsdóttir blaðamaður hélt skemmtilegan og fróðlegan fyrirlestur um Guðrúnu frá Lundi, sem er í miklu uppáhaldi mjög margra lánþega safnsins. Ýmsir þáðu bók að gjöf og margir notuðu tækifærið og skiluðu bókum sem komnar voru í vanskil.


Svæði

Héraðsbókasafn Skagfirðinga  |  Safnahúsinu við Faxatorg  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6050  bokasafn@skagafjordur.is