Bókasafnsdagurinn 8. september

Lestur er bestur - út fyrir endimörk alheimsins

Á morgun, fimmtudaginn 8. september er Bókasafnsdagurinn. Hann er haldinn til að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í samfélaginu og einnig fyrir starfsfólk safna til þess að gera sér dagamun.
Á Héraðsbókasafni Skagfirðinga ætlum að að gera eitt og annað okkur og vonandi fleirum til gleði og ánægju.

• Kristín Einarsdóttir blaðamaður verður með fyrirlestur um Guðrúnu frá Lundi kl. 17
• Boðið verður upp á kaffi og kökur
• Sektarlaus dagur – tilvalið að skila bókum sem gleymst hafa heima
• Gestum boðið að þiggja bók að gjöf
Allir velkomnir

Safnið er opið alla virka daga frá kl 11-18
Nýtt símanúmer safnsins er: 4556050
Héraðsbókasafn Skagfirðinga


Svæði

Héraðsbókasafn Skagfirðinga  |  Safnahúsinu við Faxatorg  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6050  bokasafn@skagafjordur.is