Bókasafnsskírteini fyrir börn yngri en 18 ára

Í ljósi ábendingar er varðar bókasafnsskírteini fyrir börn yngri en 18 ára á Héraðsbókasafni Skagfirðinga voru verkferlar skoðaðir og var niðurstaða sú að misræmi var milli verðskrár og verklags safnsins fyrir umrædd skírteini.

Ákveðið hefur verið að öll börn, óháð aldri, fái lánþegaskírteini í Héraðsbókasafni Skagfirðinga. Skírteinin gilda einnig í söfnunum á Hofsósi og í Varmahlíðarskóla. Skírteinin eru gjaldfrjáls að 18 ára aldri.

Ef viðkomandi er 14 ára eða yngri þarf forráðamaður að fylla út eyðublað þar sem hann tekur ábyrgð á öllu því safnefni sem tekið er út á skírteini viðkomandi.

Safnið er opið alla virka daga frá kl. 11-18.


Svæði

Héraðsbókasafn Skagfirðinga  |  Safnahúsinu við Faxatorg  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6050  bokasafn@skagafjordur.is