Draugasýning og Draugasögur

Dagrún Ósk og myndverk eftir Sunnevu Guðrúnu
Dagrún Ósk og myndverk eftir Sunnevu Guðrúnu

Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur segir frá draugum og þeim ólíku gerðum drauga sem finnast á Íslandi, uppvakningum, afturgöngum og útburðum, auk þess að segja nokkrar vel valdar íslenskar draugasögur.

Þá verður einnig farið yfir ýmis praktísk atriði, eins og hvernig má þekkja drauga sem fólk mætir á förnum vegi, vekja þá upp og losna undan ásóknum þeirra.

Sýning sem tengist draugasögum verður uppi í Safnahúsinu næstu vikur.

Sýningin er unnin af Dagrúnu Ósk Jónsdóttir og Jóni Jónssyni þjóðfræðingum og Sunneva Guðrún Þórðardóttir gerði myndirnar sem prýða hana.

Viðburðurinn verður haldin á Héraðsbókasafni Skagfirðinga Fimmtudaginn 23. október kl. 20:00


Svæði

Héraðsbókasafn Skagfirðinga  |  Safnahúsinu við Faxatorg  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6050  bokasafn@skagafjordur.is