Frábær þátttaka á námskeið í grúski

Hluti þátttakenda á námskeiðinu, ásamt Kristínu.
Hluti þátttakenda á námskeiðinu, ásamt Kristínu.

Frábær þátttaka er á námskeið í grúski sem Héraðsbókasafnið og Héraðsskjalasafnið standa fyrir og hófst í gær. Alls eru 26 þátttakendur skráðir og verður því brugðið á það ráð að tvískipta hópnum í tveimur seinni tímunum sem verða í næstu og þarnæstu viku. Mætir því hluti hópsins tvo þriðjudaga í viðbót og hluti tvo fimmtudaga.

Það eru Kristín Sigurrós Einarsdóttir og Sólborg Una Pálsdóttir sem leiðbeina á námskeiðinu. Í fyrsta tíma var einkum farið yfir heimildaleit á vefsíðum, en í framhaldinu verður fjallað um heimildaleit í bókasafninu og skjalasafninu og loks hvernig koma má því efni sem grúskað er í á framfæri.

Meðfylgjandi mynd tók Sólborg í gær.


Svæði

Héraðsbókasafn Skagfirðinga  |  Safnahúsinu við Faxatorg  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6050  bokasafn@skagafjordur.is