Glæpakviss í Gránu

Nú er lag að rifja upp fyrir Glæpakviss í Gránu.
Nú er lag að rifja upp fyrir Glæpakviss í Gránu.
Héraðsbókasafn Skagfirðinga, í samvinnu við Hið íslenska glæpafélag, stendur fyrir Glæpakvissi í Gránu fimmtudaginn 5. september. Gert er ráð fyrir 2-4 keppendum í liði og skipað verður í lið á staðnum, svo það er ekki skilyrði að vera búinn að finna sér liðsfélaga áður en mætt er á staðinn. Spurningarnar eru úr íslenskum glæpasögum. Hin grunsamlega glæsilegu glæpakvendi, Fríða og Siva, munu stýra keppninni. Gert er ráð fyrir að viðburðurinn taka um einn og hálfan tíma.
Í tilefni af 25 ára afmæli Hins íslenska glæpafélags bjóða þau öllum lesendum glæpasagna að taka þátt í svokölluðu glæpakvissi, æsispennandi spurningakeppni sem samin er af hinum alræmda Ævari Erni Jósepssyni, formanni félagsins. Keppnin verður haldin á mörgum almenningsbókasöfnum samtímis, í aðdraganda Bókasafnsdagsins sem alltaf er fagnað í september en alþjóðlegur dagur læsis er 8. september.
Það er því um að gera að glugga í gamlar jafnt sem nýjar glæpasögur til að rifja upp hin ýmsu plott og hrollvekjandi atburði sem íslenskir höfundar hafa sett saman í bókum sínum, okkur lesendum til ánægju og yndisauka.
Verkefnið Glæpafár á Íslandi er styrkt af Bókasafnasjóði.

Svæði

Héraðsbókasafn Skagfirðinga  |  Safnahúsinu við Faxatorg  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6050  bokasafn@skagafjordur.is