Góðir gestir á safninu

Gestir frá starfsbraut FNV á góðri stund. Mynd: KE
Gestir frá starfsbraut FNV á góðri stund. Mynd: KE

Í síðustu viku fengum við góða heimsókn þegar nemendur og starfsfólk starfsbrautar FNV komu til okkar hingað í Safnahúsið við Faxatorg. Þau skoðuðu safnkostinn, spiluðu spil og fengu djús og piparkökur. 

Við á bókasafninu viljum gjarnan fá hvers konar hópa í heimsókn. Bendum við áhugasömum á að hafa samband gegnum netfangið bokasafn@skagafjordur.is eða kristinse@skagafjordur.is, með smá fyrirvara svo við getum tekið sem best á móti hópum og undirbúið komu þeirra.


Svæði

Héraðsbókasafn Skagfirðinga  |  Safnahúsinu við Faxatorg  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6050  bokasafn@skagafjordur.is