25. ágúst 2023
Nú er haustið að koma með allri sinni litadýrð og "annríki hinna fábreyttu daga." Í tilefni af því að haustið minnti hressilega á sig í Skagafirði í vikunni með snjó í fjöllum, höfum við sett upp haustþema í safninu á Sauðárkróki.
Í haustþemanu er meðal annars að finna bækur um sveppi og grænmetisuppskeru, bækur tengdar skólum og leikskólum, göngum og réttum. Einnig er þar að finna bækur sem hafa orðið haust í titlinum.
Endilega kíkið við hjá okkur á opnunartíma frá kl 11-18 á virkum dögum.