20. desember 2023
Héraðsbókasafn Skagfirðinga sendir lánþegum sínum og Skagfirðingum öllum sínar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár, með þökk fyrir árið sem er að líða. Við hvetjum alla til að njóta jólanna með góða bók sér við hönd. Stína, Fríða, Hjördís og Siva.
Við minnum líka á að safnið er sem fyrr opið alla virka daga kl 11-18. Síðasti opnunartími fyrir jól á Hofsósi er í dag, miðvikudaginn 20. desember kl 15.-17.