Leiðbeiningar um leit í safninu

Á leitir.is má leita í safnkosti Héraðsbókasafnsin
Á leitir.is má leita í safnkosti Héraðsbókasafnsin

Nú hefur verið sett inn rúmlega 10 mínútna leiðbeiningamyndband um leit í safninu. Myndbandið er að finna undir hnappnum Hlekkir hér efst til hægri á síðunni, en einnig er hægt að smella á það hér fyrir neðan.

Myndbandið sýnir hvernig nota má vefinn leitir.is til að leita í safnkosti Héraðsbókasafnsins. Einnig er fjallað um hvernig þrengja má leitina, hvernig best er að geyma leitarupplýsingar og deila þeim og fleira hagnýtt sem tengist leit á vefnum. Hægt er að horfa á myndbandið með því að smella hér. (Athugið að myndbandið opnast í nýjum vafraglugga).

Við vekjum athygli á því að á bókasafninu er tölva til afnota fyrir gesti. Einnig er góð aðstaða í safnahúsinu til að koma með eigin fartölvu og tengjast netinu. Það er því kjörið að setjast niður og sinna vinnu- eða skólatengdum verkefnum og fá sér kaffi, en ávallt er heitt á könnunni.


Svæði

Héraðsbókasafn Skagfirðinga  |  Safnahúsinu við Faxatorg  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6050  bokasafn@skagafjordur.is