Leikarar í heimsókn í lestrarstund

Leikarar úr LS koma í heimsókn í lestrarstund
Leikarar úr LS koma í heimsókn í lestrarstund

Þau Dagný og Guðmundur úr Óvitum (Emilíana og Ísak), sem Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir 10. október, eru væntanleg í heimsókn í Lestrarstund á morgun, fimmtudaginn 2. október. Þau munu lesa fyrir börnin og taka lagið.

Þetta er þriðja lestrarstundin á bókasafninu þetta haustið, en lestrarstundir fyrir yngstu börnin hófust í byrjun þessa árs. Mæting er jafnan góð hjá leikskólabörnum, foreldrum, ömmum og öðrum aðstandendum. Sjálfboðaliðar hafa oftast séð um lesturinn en einnig starfsfólk bókasafnsins.

Eftir lestarstundina er hægt að lesa, lita, leika og púsla, en safnið er opið alla virka daga kl. 11-18. Fyrir framan bókasafnið er kaffikrókur þar sem boðið er upp á heitt kaffi allan dagin. Tilvalið er að grípa með sér smá hressingu.


Svæði

Héraðsbókasafn Skagfirðinga  |  Safnahúsinu við Faxatorg  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6050  bokasafn@skagafjordur.is