Nú er leshópur eldri borgara komin af stað eftir sumarfrí. Eins og mörg undanfarin ár hittist hópurinn einu sinni í viku. Í þessum lestrarstundum er samlestur á áhugaverðri bók og einnig er boðið upp á kaffi og súkkulaðimola, hægt að fletta nýjustu blöðunum, spjalla og njóta samveru.
Hópurinn hittist alla miðvikudaga frá hausti og fram og vor. Það er Félag eldri borgara í Skagafirði sem stendur fyrir leshópnum, en bókasafnið leggur til aðstöðu og kaffi. Það er alltaf merki um að haustið sé á næsta leyti þegar leshópurinn fer af stað og einn af föstu punktunum í okkar starfsemi. Það er okkur sönn ánægja að hýsa þess starfsemi og njóta samveru með gestunum sem nýta sér hana.