14. nóvember 2017
Miðvikudagskvöldið 15.nóvember verður lesið úr nýjum bókum á bókasafninu á Sauðárkróki og hefst samkoman kl 20:00.
Rithöfundarnir Bjarni Harðarson, Illugi Jökulsson, Kristín Steinsdóttir og Vilborg Davíðsdóttir lesa úr nýútkomnum bókum sínum.
Einnig mun Hjalti Pálsson kynna VIII. bindi Byggðasögu Skagafjarðar, sem fjallar um Fellshrepp og Haganeshrepp.
Hlökkum til að sjá sem flesta og eiga notalega stund á bókasafninu okkar.