Frábærar viðtökur voru við lestrarstund sem var hér hjá okkur í bókasafninu á Sauðárkróki sl. fimmtudag. Nú er komið að annarri lestrarstund og verður hún á morgun, fimmtudaginn 23. janúar kl 16:30.
Sara Kristjánsdóttir mun lesa sögu fyrir börnin og er reiknað með að upplesturinn taki um 20 mínútur. Á eftir gefst kostur á að skoða bækur, spila, leika og lita, en safnið á fjölbreyttan safnkost og afþreyingarefni fyrir yngstu gestina. Opið er kl 11-18 alla virka daga.
Síðastliðinn fimmtudag heimsóttu okkur milli 30 til 40 börn, foreldrar og ömmur og afar. Heiða Jonna Friðfinnsdóttir las tvær sögur fyrir börnin og síðan nýttu margir tækifærið og stoppuðu lengur og áttu gæðastund á safninu. Þess má einnig geta að margir hafa gefið kost á sér sem sjálfboðaliðum við upplestur og tökum við fúslega við fleiri nöfnum á listann. Síðan höfum við samband við sjálfboðaliða með nokkurra daga fyrirvara hverju sinni, jafnóðum og lestrarstundirnar eru undirbúnar.