Lestrarstundir á fimmtudögum

Lestrarstundir fyrir yngstu börnin á fimmtudögum
Lestrarstundir fyrir yngstu börnin á fimmtudögum

Frá 16. janúar og fram undir páska langar okkur að bjóða upp á lestrarstundir fyrir yngstu gestina. Því er auglýst eftir sjálfboðaliðum sem vilja taka þátt í upplestri á fimmtudögum kl. 16:30.

Lestrarstundirnar miðast við yngstu gestina, börn á leikskólaaldri, en að sjálfsögðu eru allir velkomnir. Við viljum gjarnan fá sjálfboðaliða til að lesa upp. Miðað er við hálftíma stund hverju sinni. Öll aðstoð er vel þegin, hvort sem fólk vill bjóða sig fram í eitt skipti eða reglulega til vors. Fyrsta lestrarstundin verður fimmtudaginn 16. janúar kl 16:30.

Nánari upplýsingar: bokasafn@skagafjordur.is eða í síma 455-6050.


Svæði

Héraðsbókasafn Skagfirðinga  |  Safnahúsinu við Faxatorg  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6050  bokasafn@skagafjordur.is