Lestrarstundir hefjast á ný!

Lestrarstundirnar byrja aftur!

Fimmtudaginn 18. september kl 16:30 á Héraðsbókasafninu við Faxatorg

 

Nú byrjum við aftur með lestrarstundirnar sem voru vinsælar síðasta vetur.

Lesið er upphátt úr barnabókum í 20-30 mínútur. Á eftir er hægt að lita, lesa, leika, púsla eða spila og eiga góða samverustund með öðrum gestum.

Lesefnið miðast við leikskólaaldur en öll eru velkomin, á öllum aldri.

Tilvalið að hafa mér sér hressingu og borða í kaffikróknum okkar. Heitt á könnunni fyrir foreldra og aðstandendur sem koma með börnunum.

Við auglýsum eftir sjálfboðaliðum á öllum aldri sem vilja lesa upphátt í lestrarstund í vetur. Hægt að hafa samband í síma 455 6051 eða á netfangið bokasafn@skagafjordur.is

--

Reading for the youngest starting again! Every Thursday we read aloud for the youngest children.
Starting at 16:30 and takes about 20-30 minutes. Afterwards they can play, draw and enjoy staying at the library with parents or others who follow them.

Looking forward to see all of you!


Svæði

Héraðsbókasafn Skagfirðinga  |  Safnahúsinu við Faxatorg  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6050  bokasafn@skagafjordur.is