Líkan af rúffskipi afhent Safnahúsi Skagfirðinga

Njörður afhendir Þórdísi skipslíkanið
Njörður afhendir Þórdísi skipslíkanið

Safnahúsi Skagfirðinga barst nýlega höfðingleg gjöf en þar var um að ræða líkan af rúffskipinu Farsæl. Hjónin Njörður S. Jóhannsson og Björg Einarsdóttir á Siglufirði gáfu skipslíkanið en Njörður smíðaði skipið og Björg sá um saumaskap á seglum og ábreiðum. Skipslíkanið er hrein völundarsmíð þar sem natni hefur verið lögð í hvert smáatriði.

Rúffskipið Farsæll var smíðað í Haganesvík og hófst vinna við það 1884. Hjónin Sveinn Árnason og Jórunn Sæmundsdóttir áttu skipið og gerðu það út frá Árósmöl við ósa Hrollleifsdalsár.

Fyrir áhugasama má finna frekari upplýsingar um Farsæl og sögu skipsins í 8.bindi Byggðasögu Skagafjarðar.

Skipslíkanið mun verða til sýnis á efri hæð Safnahúss Skagfirðinga.


Svæði

Héraðsbókasafn Skagfirðinga  |  Safnahúsinu við Faxatorg  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6050  bokasafn@skagafjordur.is