Lína langsokkur áttrćđ

Lína langsokkur - sterkasta stelpa í heimi!
Lína langsokkur - sterkasta stelpa í heimi!

 

Viđ ćtlum ađ fagna áttrćđisafmćli Línu langsokks á fimmtudaginn og gera okkur glađan dag í lestrarstund. Lína mun koma í heimsókn í eigin persónu, frá Leikfélagi Sauđárkróks, lesa fyrir börnin og taka lagiđ. Bođiđ verđur upp á föndurverkefni međ Línu langsokks ţema og sýnd teiknimynd. Ţá munum viđ bćta Línu púslum og leikföngum í barnahorniđ og hćgt verđur ađ lita myndir af Línu. Viđ erum líka ađ setja upp Línu langsokks-skreytingar í barnahorniđ, sem hún Glódís í 10. bekk Árskóla eru ađ búa til fyrir okkur. Lestrarstund Línu langsokks hefst kl. 16:30 í Safnahúsinu viđ Faxatorg á Sauđárkróki. 

Fyrsta bókin um hina ástsćlu og ódauđlegu barnabókapersónu Línu langsokk kom út í Svíţjóđ áriđ 1946. Höfundurinn, hin sćnska Astrid Lindgren er enn í dag međal ţekktustu barnabókahöfunda heims. Í meira en hálfa öld hefur Lína langsokkur veriđ fyrirmynd krakka um víđa veröld í ótrúlegum uppátćkjum og prakkaraskap. Hún er sterkasta stelpa í heimi og frjáls eins og fuglinn ţar sem hún býr alein međ sjálfri sér, apa og hesti í skakka húsinu sínu á Sjónarhóli. Ţar má gera ýmislegt sér til skemmtunar og ekki má síđur hafa gaman af siglingu til suđurhafseyja á sjórćningjaskipinu Ćđikollu í fylgd Tomma og Önnu. 

Ef einhverjir hafa tök á ađ grípa međ sér barnvćn skćri í föndurstundina vćri ţađ vel ţegiđ. Jafnframt er ćskilegt ađ foreldrar fylgi börnum sínum til ađ ađstođa viđ föndriđ. Margar hendur vinna létt verk! Eđa eins og Lína myndi sjálf orđa ţađ: Ţetta hef ég aldrei gert fyrr - svo ég kann ţetta örugglega!


Svćđi

Hérađsbókasafn Skagfirđinga  |  Safnahúsinu viđ Faxatorg  |  550 Sauđárkrókur  |  Sími 455 6050  bokasafn@skagafjordur.is