Myndlistarsýning og upplestur

Myndskreyting ef Jerémy Pailler
Myndskreyting ef Jerémy Pailler

Myndlistarsýning á verkum Jerémy Pailler, sem skreyta barnabókina Vetrardagur í Glaumbæ, hefur verið sett upp í Safnahúsi Skagfirðinga. Sýningin er á báðum hæðum hússins, framan við Héraðsskjalasafn Skagfirðinga og Héraðsbókasafn Skagfirðinga. Myndirnar, sem unnar eru úr bleki og vatnslitum á pappír, eru jafnframt til sölu og hægt að festa kaup á þeim á staðnum.
Á morgun, miðvikudaginn 13. desember, kl 16:30 mun Berglind Þorsteinsdóttir, sem er höfundur textans í bókinni, koma á bókasafnið og lesa upp úr bókinni.
Við bjóðum alla hjartanlega velkomna að njóta upplestursins!


Svæði

Héraðsbókasafn Skagfirðinga  |  Safnahúsinu við Faxatorg  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6050  bokasafn@skagafjordur.is