Ný gjaldskrá

Ársskírteini í bókasafni er ódýr afþreying
Ársskírteini í bókasafni er ódýr afþreying

Ný gjaldskrá Héraðsbókasafnsins tók að venju gildi um áramót. Sem fyrr eru hækkanir mjög hóflegar og má nefna að ársskírteini fyrir einstaklinga kosta aðeins 2900 krónur. Frítt er fyrir börn að 18 ára aldri, öryrkja og eldri borgara. Gjaldskrána er að finna þessari síðu, undir flokknum söfn.

Skírteinið gildir í ár frá útgáfudegi og gefur aðgang að ótakmörkuðum fjölda bóka, spila og púsla, en safnkosturinn telur um 25.000 eintök. Fullorðinn lánþegi má hafa tíu bækur í láni hverju sinni, þar af tvær nýjar bækur sem eru með 14 daga lánstíma.

Ársskírteini í bókasafninu er því einhver ódýrasta afþreying sem völ er á.


Svæði

Héraðsbókasafn Skagfirðinga  |  Safnahúsinu við Faxatorg  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6050  bokasafn@skagafjordur.is