Nýtt tungumál í Leitir.is

Samkvæmt tilkynningu frá Landskerfi bókasafna eru tungumál í leitir.is nú orðin þrjú talsins. Til viðbótar við íslensku og ensku hefur pólska nú bæst við sem þriðja mál. 

Ráðist var í þessa viðbót með það í huga að leitir.is muni nú ná til breiðari hóps notenda en áður og pólskumælandi landsmenn eigi auðveldara með að nýta sér þjónustu leitir.is


Svæði

Héraðsbókasafn Skagfirðinga  |  Safnahúsinu við Faxatorg  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6050  bokasafn@skagafjordur.is