27. mars 2018
Samkvæmt tilkynningu frá Landskerfi bókasafna eru tungumál í leitir.is nú orðin þrjú talsins. Til viðbótar við íslensku og ensku hefur pólska nú bæst við sem þriðja mál.
Ráðist var í þessa viðbót með það í huga að leitir.is muni nú ná til breiðari hóps notenda en áður og pólskumælandi landsmenn eigi auðveldara með að nýta sér þjónustu leitir.is