Rafbókasafnið hefur verið opnað

Nú hefur Héraðsbókasafn Skagfirðinga opnað fyrir aðgang að Rafbókasafninu. Með þessari nýjung geta notendur bókasafnsins nálgast fjölda titla af hljóð- og rafbókum á auðveldari hátt en hingað til. Fyrst um sinn verður safnkostur einkum á ensku en vonast er til að þess að íslenskari titlar bætist fljótlega við. 

Rafbókasafnið er langþráð viðbót í bókasafnaflóruna. Líkt og á öðrum bókasöfnum er safnkosturinn fjölbreyttur, en þar má finna skáldverk, fræðirit og rit almenns efnis, bæði nýtt efni og klassík. Meginhluti efnisins er á formi rafbóka, en hlutur hljóðbóka fer ört vaxandi, enda njóta þær sérlegra vinsælda.

 

Rafbækurnar má ýmist lesa á vef safnsins, rafbokasafnid.is, eða á snjalltækjum í gegnum Overdrive-appið (finnst í App store og Play Store). Þannig geta lesendur notað hvert tækifæri til að lesa sínar bækur, í síma eða á spjaldtölvu, hvar sem er og hvenær sem er. Í raun þýðir þetta að lesendur hafa heilt bókasafn í vasanum. Rafbókasafnið er alltaf opið og þar eru engar sektir, því kerfið sér sjálft um að skila bókum þegar lánstími er útrunninn.

 

Aðgangur að Rafbókasafninu er innifalinn í árgjaldi til Héraðsbókasafns Skagfirðinga.

Slóðin að Rafbókasafninu er www.rafbokasafnid.is 

Til að geta byrjað að nota Rafbókasafnið þurfa gestir að hafa samband við bókasafnið og velja sér lykilorð til innskráningar. Starfsfólk bókasafnins veitir frekari upplýsingar um Rafbókasafnið.

 

Nokkar þumalputtareglur um Rafbókasafnið: https://landskerfi.is/leidbeiningar/rafbokasafnid/nokkrar-thumalputtareglur

 

 


Svæði

Héraðsbókasafn Skagfirðinga  |  Safnahúsinu við Faxatorg  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6050  bokasafn@skagafjordur.is