Rithöfundakvöld 13. nóvember

Frá rithöfundakvöldi 2024
Frá rithöfundakvöldi 2024

Hið árlega rithöfundakvöld verður fimmtudagskvöldið 13. nóvember og hefst klukkan 20. Að vanda fer viðburðurinn fram í húsnæði safnsins á efri hæð Safnahússins við Faxatorg. Fimm höfundar mæta til leiks að þessu sinni og kynna sig og nýútkomnar bækur sínar.

Gestir okkar að þessu sinni verða þau Nína Ólafsdóttir með þú sem ert á jörðu, Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir með Piparmeyjar - Fröken Thora og saga einhleypra kvenna á Íslandi, Skúli Theódórsson með Dorgað í djúpi hugans, Steindór Ívarsson með Herranótt og Viktor Arnar Ingólfsson með Sumarið við brúna.

Að vanda verður boðið upp á jólate og konfekt. Við lofum notalegri kvöldstund með gríðarlega áhugaverðu og fjölbreyttu efni. Sjáumst í Safnahúsinu á fimmtudaginn!


Svæði

Héraðsbókasafn Skagfirðinga  |  Safnahúsinu við Faxatorg  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6050  bokasafn@skagafjordur.is