Rithöfundakvöld 20. nóvember

Miðvikudagskvöldið 20. nóvember kl. 20:00 munu fimm rithöfundar heimsækja Héraðsbókasafnið.

Rithöfundakvöldið er árlegur viðburður og stendur dagskráin frá kl 20-22. Munu höfundarnir allir lesa úr nýútkomnum bókum sínum. Aðgangur er ókeypis og boðið upp á kaffi, konfekt og jólate í hléi.

Rithöfundar kvöldsins eru:

Ágúst Ingi Ágústsson
- Upphaf körfuboltans á Króknum

Jón Ársæll Þórðarson
- Ég átti að heita Bjólfur

Magnús Ólafsson
- Öxin, Agnes og Friðrik

Margrét S. Höskuldsdóttir
- Í djúpinu

Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir
- Aldrei aftur vinnukona

Við á bókasafninu hlökkum mikið til að taka á móti rithöfundunum og gestum, en þessi viðburður hefur ávalt verið vinsæll og vel sóttur.

 


Svæði

Héraðsbókasafn Skagfirðinga  |  Safnahúsinu við Faxatorg  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6050  bokasafn@skagafjordur.is