Rithöfundakvöld í næstu viku

Fjórir rithöfundar heimsækja okkur í næstu viku
Fjórir rithöfundar heimsækja okkur í næstu viku

Fjórir rithöfundar munu heimsækja bókasafnið á miðvikudagskvöldið í næstu viku, þann 15. nóvember. Þá verður hið árlega rithöfundakvöld haldið og stendur dagskráin frá kl 20-22. Munu höfundarnir allir lesa úr nýútkomnum bókum sínum. Aðgangur er ókeypis og boðið upp á kaffi, konfekt og jólate í hléi.

Þau sem koma og lesa upp eru:

Nanna Rögnvaldardóttir. Nanna les upp úr nýútkominni bók sinni, Valskan, sem er hennar fyrsta skáldsaga.

Pálmi Jónasson. Pálmi les úr bók sinni Að deyja frá betri heimi, en bókin fjallar um langafa hans, Jónas Kristjánsson lækni sem lengi bjó og starfaði í Skagafirði.

Skúli Sigurðsson les úr glæpasögunni Maðurinn frá Sao Paulo. Þetta er önnur bók Skúla, en í fyrra hlaut hann Íslensku glæpasagnaverðlaunin Blóðdropann fyrir fyrstu bók sína, Stóri bróðir.

Vilborg Davíðsdóttir les úr bókinni Land næturinnar. Vilborg er hefur sérhæft sig í ritun sögulegra skáldsagna og hlotið fyrir lofsamlega dóma. Þrjátíu ár eru síðan hennar fyrsta bók, Urðarbrunnur, kom út.

Við á bókasafninu hlökkum mikið til að taka á móti rithöfundunum og gestum, en þessi viðburður hefur ávalt verið vinsæll og vel sóttur.

 

Svæði

Héraðsbókasafn Skagfirðinga  |  Safnahúsinu við Faxatorg  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6050  bokasafn@skagafjordur.is