Rithöfundakvöld í nćstu viku

Fjórir rithöfundar heimsćkja okkur í nćstu viku
Fjórir rithöfundar heimsćkja okkur í nćstu viku

Fjórir rithöfundar munu heimsćkja bókasafniđ á miđvikudagskvöldiđ í nćstu viku, ţann 15. nóvember. Ţá verđur hiđ árlega rithöfundakvöld haldiđ og stendur dagskráin frá kl 20-22. Munu höfundarnir allir lesa úr nýútkomnum bókum sínum. Ađgangur er ókeypis og bođiđ upp á kaffi, konfekt og jólate í hléi.

Ţau sem koma og lesa upp eru:

Nanna Rögnvaldardóttir. Nanna les upp úr nýútkominni bók sinni, Valskan, sem er hennar fyrsta skáldsaga.

Pálmi Jónasson. Pálmi les úr bók sinni Ađ deyja frá betri heimi, en bókin fjallar um langafa hans, Jónas Kristjánsson lćkni sem lengi bjó og starfađi í Skagafirđi.

Skúli Sigurđsson les úr glćpasögunni Mađurinn frá Sao Paulo. Ţetta er önnur bók Skúla, en í fyrra hlaut hann Íslensku glćpasagnaverđlaunin Blóđdropann fyrir fyrstu bók sína, Stóri bróđir.

Vilborg Davíđsdóttir les úr bókinni Land nćturinnar. Vilborg er hefur sérhćft sig í ritun sögulegra skáldsagna og hlotiđ fyrir lofsamlega dóma. Ţrjátíu ár eru síđan hennar fyrsta bók, Urđarbrunnur, kom út.

Viđ á bókasafninu hlökkum mikiđ til ađ taka á móti rithöfundunum og gestum, en ţessi viđburđur hefur ávalt veriđ vinsćll og vel sóttur.

 

Svćđi

Hérađsbókasafn Skagfirđinga  |  Safnahúsinu viđ Faxatorg  |  550 Sauđárkrókur  |  Sími 455 6050  bokasafn@skagafjordur.is