Síðasti opnunardagur í Safnahúsinu við Faxatorg er í dag því nú eru að hefjast framkvæmdir við lyftuhúsið sem munu standa vel fram á næsta ár. Af því tilefni eru viðskiptavinir bókasafnsins minntir á að síðasti skiladagur bóka er í dag og engar sektir eru greiddar þó komið sé fram yfir síðasta skiladag.
Bókavinir þurfa þó ekki að örvænta því bókasafnið í Varmahlíðarskóla er opið á mánudögum kl. 15 - 16 þriðjudögum kl. 13 - 14 og fimmtudögum kl. 14 - 15. Allir eru velkomnir þangað og mögulegt að semja um aðra tíma ef þessir henta ekki.
Bókasafnið á Hofsósi verður einnig opið á mánudögum kl 16 - 18 en það er staðsett í grunnskólanum.