Við minnum á að skilafrestur fyrir vísur og botna í Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga rennur út á miðnætti þriðjudaginn 23. apríl.Vísunum skal skilað til Safnahússins, merkt Vísnakeppni. Nauðsynlegt er að vísurnar séu merktar dulnefni en rétt nafn og símanúmer fylgi með í lokuðu umslagi merktu dulnefninu. Einig er hægt að senda vísur og botna á netfangið bokasafn@skagafjordur.is. Verður þá viðkomandi gefið dulnefni, ef það fylgir ekki með, áður en vísurnar fara til dómnefndar.
Úrslit verða tilkynnt við setningu Sæluviku Skagfirðinga í Safnahúsinu á Sauðárkróki 28. apríl.
Sjá frétt á feykir.is https://www.feykir.is/is/skagafjordur/visnakeppni-safnahuss-skagfirdinga-2024