Það var líf og fjör í safnahúsinu á laugardaginn þegar hópur 23 krakka á aldrinum 9-13 ára tók þátt í Svakalegu sögusmiðjunni. Leiðbeinendur voru barnabókahöfundarnir Blær Guðmundsdóttir og Eva Rún Þorgeirsdóttir.
Einbeitingin skein úr hverju andliti og á rúmum tveimur tímum urðu til spennandi sögur með tilheyrandi myndskreytingum. Krakkarnir sem tóku þátt eiga hrós skilið fyrir hvað þau voru vinnusöm og einbeitt og var öll hegðun og umgengni sömuleiðis til fyrirmyndar. Bókasafnið fagnar því að fá þennan aldurshóp í heimsókn og vonumst við eftir að geta boðið þeim, sem og öðrum aldurshópum upp á sem flesta og fjölbreyttasta viðburði.
Blær og Eva Rún eru skagfirskum börnum að góðu kunnar því fyrir fáeinum misserum héldu þær sambærilega sögusmiðju á menningarhátíðinni Skúnaskralli. Þær voru afar ánægðar með heimsókninna, en auk sögusmiðjunnar heimsóttur þær Grunnskólann austan Vatna og Varmahlíðarskóla á föstudeginum.
Nánar má lesa um Svakalegu sögusmiðjuna á Facebook síðu hennar.