10. júlí 2023
Um síðustu mánaðarmót lauk Þórdís Friðbjörnsdóttir störfum sem forstöðumaður við Héraðsbókasafnið. Þórdís gegndi starfinu í rúm 16 ár en lætur nú af störfum vegna aldurs.
Héraðsbókasafnið og Sveitarfélagið Skagafjörður færa Þórdísi hjartans þakkir fyrir heilladrjúg og fórnfús störf í þágu safnsins og Safnahússins og óska henni gæfu og gleði um ókomna tíð.
Við starfinu tekur Kristín Sigurrós Einarsdóttir.