Tröllabrúðusmiðja í Sæluviku

Spennandi brúðusmiðjan í Sæluviku
Spennandi brúðusmiðjan í Sæluviku

Í tilefni Sæluvikunnar kemur Greta Clogh frá Handbendi á Hvammstanga í heimsókn og býður upp á Tröllabrúðusmiðju.
Búðu til þína eigin tröllabrúðu úr samblandi af endurnýtanlegu efni sem fellur til á heimilum, og náttúrlegra efna sem finnast í íslenskri náttúru í þessari vinnusmiðju Handbendis Brúðuleikhúss. Með því að nýta sér aðferðafræði sagnaumennsku og sjónlista tekst vinnusmiðjunni að kynna leikbrúðuhönnun á skemmtilegan og skapandi hátt fyrir fólki á öllum aldri, burtséð frá reynslu. Þessi ómissandi vinnusmiðja hefur kveikt áhuga fólks víðsvegar í Evrópu síðan 2017.


Svæði

Héraðsbókasafn Skagfirðinga  |  Safnahúsinu við Faxatorg  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6050  bokasafn@skagafjordur.is