Flýtilyklar
Fréttir
Fjölmennt málþing í Miðgarði
17. október 2025
Síðastliðinn sunnudag var haldið málþing í Miðgarði í tilefni þess að 70 ár eru liðin síðan fyrsta ljóðbók Skagfirðingsins Hannesar Péturssonar kom út. Fjölmenni sótti málþingið sem var á vegum Sögufélags Skagfirðinga. Héraðsbókasafn Skagfirðinga tók þátt í viðburðinum með útstillingu á bókum Hannesar og söluborði með aukaeintökum af bókamarkaði safnsins.
Lesa meira
Draugasýning og Draugasögur
23. október 2025
Fimmtudaginn 23. október kl. 20:00 mun Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur segja frá draugum og þeim ólíku gerðum drauga sem finnast á Íslandi, uppvakningum, afturgöngum og útburðum, auk þess að segja nokkrar vel valdar íslenskar draugasögur.
Lesa meira
Kvöldstund með höfundi
08. október 2025
Rithöfundurinn, Benný Sif Ísleifsdóttir, kemur til okkar á bókasafnið fimmtudagskvöldið 9. október kl 20:00. Hún segir frá draumum og þrám sögupersóna sinna og les brot úr bókum sínum, sögulegum skáldsögum sem allar gerast úti á landi. Gríma [2018], Hansdætur [2020], Djúpið [2021], Gratíana [2022], Speglahúsið [2024].
Lesa meira
Viðburðir
23.10.2025