Fréttir

Lokað á fimmtudaginn vegna vettvangsferðar

Lokað verður fimmtudaginn 7. september
Héraðsbókasafnið verður lokað fimmtudaginn 7. september vegna vettvangsferðar starfsfólks. Við opnum svo á hefðbundnum tíma föstudaginn 8. september.
Lesa meira

Haustþema á bókasafninu

Hsaustið ræður ríkjum í þemahillunni þessa dagana
Nú er haustið að koma með allri sinni litadýrð og "annríki hinna fábreyttu daga." Í tilefni af því að haustið minnti hressilega á sig í Skagafirði í vikunni með snjó í fjöllum, höfum við sett upp haustþema í safninu á Sauðárkróki. Í haustþemanu er meðal annars að finna bækur um sveppi og grænmetisuppskeru, bækur tengdar skólum og leikskólum, göngum og réttum. Einnig er þar að finna bækur sem hafa orðið haust í titlinum.
Lesa meira

Sumarlestur þar sem leitað er að ævintýraheimum

Veggspjald sumarlestrarins í ár
Í sumar tekur safnið þátt í sumarlestrarátaki á landsvísu sem ber yfirskriftina Leitin að ævintýraheimum. Mörg börn hafa komið til okkar í sumar og fengið veggspjald til að safna límmiðum. Í hvert skipti sem bók er skilað eða bók lesin á safninu, fá þau límmiða til að líma á veggspjaldið.
Lesa meira

Svæði

Héraðsbókasafn Skagfirðinga  |  Safnahúsinu við Faxatorg  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6050  bokasafn@skagafjordur.is