Fréttir

Frábær þátttaka á námskeið í grúski

Hluti þátttakenda á námskeiðinu, ásamt Kristínu.
Frábær þátttaka er á námskeið í grúski sem Héraðsbókasafnið og Héraðsskjalasafnið standa fyrir og hófst í gær. Alls eru 26 þátttakendur skráðir og verður því brugðið á það ráð að tvískipta hópnum í tveimur seinni tímunum sem verða í næstu og þarnæstu viku. Mætir því hluti hópsins tvo þriðjudaga í viðbót og hluti tvo fimmtudaga.
Lesa meira

Námskeið í grúski

Mynd: Héraðsskjalasafn Skagfirðinga
Héraðsbókasafn og Héraðsskjalasafn standa fyrir námskeiði fyrir áhugasama grúskara. Kennt verður næstu þrjá þriðjudaga, 16., 23. og 30. janúar. Menningarsjóður Kaupfélags Skagfirðinga styrkir verkefni og því er námskeiðið þátttakendum að kostnaðarlausu. Þó er nauðsynlegt að skrá sig til þátttöku.
Lesa meira

Jólakveðja frá Héraðsbókasafni Skagfirðinga

Ennishnjúkur að vetrarlagi
Héraðsbókasafn Skagfirðinga sendir lánþegum sínum og Skagfirðingum öllum sínar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár, með þökk fyrir árið sem er að líða. Við hvetjum alla til að njóta jólanna með góða bók sér við hönd. Stína, Fríða, Hjördís og Siva.
Lesa meira

Svæði

Héraðsbókasafn Skagfirðinga  |  Safnahúsinu við Faxatorg  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6050  bokasafn@skagafjordur.is