Fréttir

Skilafrestur í Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga

Við minnum á að skilafrestur fyrir vísur og botna í Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga rennur út á miðnætti þriðjudaginn 23. apríl.
Lesa meira

Vísnakeppnin á sínum stað

Verðlaunaafhending árið 2014. Mynd: Feykir
Nú, sem áðurgengin ár, stendur Safnahús Skagfirðinga fyrir vísnakeppni. Má segja að hún sé mörgum árviss upphitun fyrir Sæluviku. Reglur eru sem fyrr skýrar og einfaldar; í fyrsta lagi að botna fyrirfram gefna fyrriparta og í öðru lagi að semja vísu um tiltekið efni. Ekki er nauðsynlegt að botna alla fyrripartana og allsendis í lagi að senda inn einungis eina vísu. Nauðsynlegt er þó að þáttakendur haldi sig við ferskeytluformið.
Lesa meira

Starfsmaður óskast tímabundið í afleysingar


Vegna veikindaforfalla óskar bókasafnið eftir að ráða starfsmann í tímabundnar afleysingar. Um er að ræða ca 30% starfshlutfall tímabilið frá miðjum apríl fram í miðjan júní. Vinnutími er alla virka daga frá kl. 15:00 - 18:00. Starfið gæti því hentað sem aukavinna.
Lesa meira

Svæði

Héraðsbókasafn Skagfirðinga  |  Safnahúsinu við Faxatorg  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6050  bokasafn@skagafjordur.is