Fréttir

Námskeið í grúski

Mynd: Héraðsskjalasafn Skagfirðinga
Héraðsbókasafn og Héraðsskjalasafn standa fyrir námskeiði fyrir áhugasama grúskara. Kennt verður næstu þrjá þriðjudaga, 16., 23. og 30. janúar. Menningarsjóður Kaupfélags Skagfirðinga styrkir verkefni og því er námskeiðið þátttakendum að kostnaðarlausu. Þó er nauðsynlegt að skrá sig til þátttöku.
Lesa meira

Jólakveðja frá Héraðsbókasafni Skagfirðinga

Ennishnjúkur að vetrarlagi
Héraðsbókasafn Skagfirðinga sendir lánþegum sínum og Skagfirðingum öllum sínar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár, með þökk fyrir árið sem er að líða. Við hvetjum alla til að njóta jólanna með góða bók sér við hönd. Stína, Fríða, Hjördís og Siva.
Lesa meira

Myndlistarsýning og upplestur

Myndskreyting ef Jerémy Pailler
Myndlistarsýning á verkum Jerémy Pailler, sem skreyta barnabókina Vetrardagur í Glaumbæ, hefur verið sett upp í Safnahúsi Skagfirðinga. Sýningin er á báðum hæðum hússins, framan við Héraðsskjalasafn Skagfirðinga og Héraðsbókasafn Skagfirðinga. Myndirnar, sem unnar eru úr bleki og vatnslitum á pappír, eru jafnframt til sölu og hægt að festa kaup á þeim á staðnum.
Lesa meira

Svæði

Héraðsbókasafn Skagfirðinga  |  Safnahúsinu við Faxatorg  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6050  bokasafn@skagafjordur.is