Fréttir

Ársskýrsla Héraðsbókasafns Skagfirðinga fyrir árið 2024

Forsíða ársskýrslunnar
Ársskýrsla Héraðsbókasafnsins var kynnt á fundi Atvinnu,- menningar og kynningarmálanefndar Skagafjarðar 20. mars sl. Í skýrslunni er farið yfir starfsemi sanffsins sl. ár en þar var bryddað upp á ýmsum nýjungum og m.a. haldið upp á 120 ára afmæli safnsins.
Lesa meira

Vísnakeppni Safnahússins 2025

Verðlaunaafhending 2025
Nú er vor í lofti og víða farinn að sjást aur á afvegum. Einu sinni boðaði það byrjun Sæluviku og svo verður um ókomin ár. Nú sem fyrr leitum við til ykkar vísnasmiðir um land allt og förum þess á leit að þið botnið nokkra fyrriparta. Ég efast ekki um árangurinn.
Lesa meira

Björn Björnsson (1943-2025)

Björn Björnsson við setningu Sæluviku árið 1998.
Í dag er jarðsunginn Björn Björnsson, fyrrverandi skólastjóri á Sauðárkróki og Hofsósi og fréttarritari Morgunblaðsins hér í Skagafirði. Björn var fastagestur hér í Safnahúsinu og sat um langt skeið í stjórn hússins og safnanna tveggja sem þar eru. Lagði hann þá og alla tíð síðan margt gott til starfseminnar og var ætíð mjög áhugasamur um hana.
Lesa meira

Svæði

Héraðsbókasafn Skagfirðinga  |  Safnahúsinu við Faxatorg  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6050  bokasafn@skagafjordur.is