Fréttir

Skemmtileg kvöldstund með skáldum

Rithöfundarnir fjórir. Mynd: Fríða Eyjólfsd.
Á miðvikudagskvöldið í síðustu viku heimsóttu fjórir rithöfundar bókasafnið. Kynntu þau nýútkomnar bækur sínar og lásu upp úr þeim. Fjöldi gesta mætti á þennan viðburð og var gerður góður rómur að hinum nýju bókum. Að venju var svo boðið upp á kaffi, konfekt og jólate.
Lesa meira

Rithöfundakvöld í næstu viku

Fjórir rithöfundar heimsækja okkur í næstu viku
Fjórir rithöfundar munu heimsækja bókasafnið á miðvikudagskvöldið í næstu viku, þann 15. nóvember. Þá verður hið árlega rithöfundakvöld haldið og stendur dagskráin frá kl 20-22. Munu höfundarnir allir lesa úr nýútkomnum bókum sínum. Aðgangur er ókeypis og boðið upp á kaffi, konfekt og jólate í hléi.
Lesa meira

Heimsókn í Amtsbókasafnið og Berg á Dalvík

Siva og Hjördís skoða spiladeild Amtsbókasafnsins
Á fimmtudaginn fór allt starfsfólk Héraðsbókasafn Skagfirðinga í vettvangsferð til Akureyrar og Dalvíkur. Heimsótt voru tvö bókasöfn, Amtsbókasafnið á Akureyri og bókasafn Dalvíkur sem staðsett er í menningarhúsinu Bergi á Dalvík.
Lesa meira

Svæði

Héraðsbókasafn Skagfirðinga  |  Safnahúsinu við Faxatorg  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6050  bokasafn@skagafjordur.is