Flýtilyklar
Fréttir
Haustþema á bókasafninu
25. ágúst 2023
Nú er haustið að koma með allri sinni litadýrð og "annríki hinna fábreyttu daga." Í tilefni af því að haustið minnti hressilega á sig í Skagafirði í vikunni með snjó í fjöllum, höfum við sett upp haustþema í safninu á Sauðárkróki.
Í haustþemanu er meðal annars að finna bækur um sveppi og grænmetisuppskeru, bækur tengdar skólum og leikskólum, göngum og réttum. Einnig er þar að finna bækur sem hafa orðið haust í titlinum.
Lesa meira
Sumarlestur þar sem leitað er að ævintýraheimum
18. júlí 2023
Í sumar tekur safnið þátt í sumarlestrarátaki á landsvísu sem ber yfirskriftina Leitin að ævintýraheimum.
Mörg börn hafa komið til okkar í sumar og fengið veggspjald til að safna límmiðum. Í hvert skipti sem bók er skilað eða bók lesin á safninu, fá þau límmiða til að líma á veggspjaldið.
Lesa meira
Þórdís lætur af störfum
10. júlí 2023
Um síðustu mánaðarmót lauk Þórdís Friðbjörnsdóttir störfum sem forstöðumaður við Héraðsbókasafnið. Þórdís gegndi starfinu í rúm 16 ár en lætur nú af störfum vegna aldurs.
Lesa meira