Flýtilyklar
Fréttir
Höfundur Ósmann væntanlegur í heimsókn
14. janúar 2026
Joachim B Schmidht, höfundur bókarinnar Ósmann, er væntanlegur í heimsókn á Héraðsbókasafn Skagfirðinga á Sauðárkróki fimmtudaginn 29. janúar. Þar mun hann kynna bók sína Ósmann, sem fjallar um ferjumanninn og Skagfirðinginn Jón Ósmann. Bókin kom í lok síðasta árs og hefur notið mikilla vinsælda á bókasafninu.
Lesa meira
Jólakveðja 2025
23. desember 2025
Héraðsbókasafn Skagfirðinga óskar gestum safnsins og Skagfirðingum öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs.
Vonum að öll njóti jólanna með góða bók við hönd.
Með kveðju
Starfsfólk Héraðsbókasafns Skagfirðinga
Lesa meira
Góðir gestir á safninu
16. desember 2025
Í síðustu viku fengum við góða heimsókn þegar nemendur og starfsfólk starfsbrautar FNV komu til okkar hingað í Safnahúsið við Faxatorg. Þau skoðuðu safnkostinn, spiluðu spil og fengu djús og piparkökur.
Lesa meira

