Fréttir

Rithöfundakvöld 13. nóvember

Frá rithöfundakvöldi 2024
Hið árlega rithöfundakvöld verður haldið fimmtudagskvöldið 13. nóvember og hefst klukkan 20. Að vanda fer viðburðurinn fram í húsnæði safnsins á efri hæð Safnahússins við Faxatorg. Fimm höfundar mæta til leiks að þessu sinni og kynna sig og nýútkomnar bækur sínar.
Lesa meira

Fjölmennt málþing í Miðgarði

Kristján B. Jónasson ásamt nokkrum upplesaranna
Síðastliðinn sunnudag var haldið málþing í Miðgarði í tilefni þess að 70 ár eru liðin síðan fyrsta ljóðbók Skagfirðingsins Hannesar Péturssonar kom út. Fjölmenni sótti málþingið sem var á vegum Sögufélags Skagfirðinga. Héraðsbókasafn Skagfirðinga tók þátt í viðburðinum með útstillingu á bókum Hannesar og söluborði með aukaeintökum af bókamarkaði safnsins.
Lesa meira

Draugasýning og Draugasögur

Dagrún Ósk og myndverk eftir Sunnevu Guðrúnu
Fimmtudaginn 23. október kl. 20:00 mun Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur segja frá draugum og þeim ólíku gerðum drauga sem finnast á Íslandi, uppvakningum, afturgöngum og útburðum, auk þess að segja nokkrar vel valdar íslenskar draugasögur.
Lesa meira

Viðburðir

Engir viðburðir á næstunni

Dagatal

« Mars 2027 »
SMÞMFFL
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031 

Svæði

Héraðsbókasafn Skagfirðinga  |  Safnahúsinu við Faxatorg  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6050  bokasafn@skagafjordur.is