Fréttir

Tökum við á móti bókum?

Á bókasafninu eru allar geymslur yfirfullar
Af og til fáum við fyrirspurnir um hvort við tökum við bókum. Gjarnan fá fólki sem er að fara gegnum dánarbú eða grisja heima hjá sér. Við höfum fullan skilning á að fólki þyki erfitt að henda bókum og vilji gjarnan koma þeim þangað sem aðrir geta notið þeirra. En því miður verðum við oftast að afþakka slík boð.
Lesa meira

Verðlaunað fyrir sumarlestur

Verðlaunahafar í sumarlestri 2025, ásamt Kristínu
Í síðustu viku drógum við út heppna vinningshafa í sumarlestri, sem að þessu sinni kallaðist „Lestrarsprettur Lindu landnámshænu“. Þau sem fengu verðlaun voru: Sara Björg Berndsen og Katla Tjörvadóttir í flokki 7 ára og yngri; Svanhildur Ásta Helgadóttir og Andri Fannar Einarsson í flokki 8 ára og eldri. Í verðlaun voru bækurnar Sumardagur í Glaumbæ og Vetrardagur í Glaumbæ eftir Berglindi Þorsteinsdóttur, myndskreyttar af Jérémy Pailler.
Lesa meira

Lokahátíð Sumarlestrarins


Þriðjudaginn 2. september kl. 16:30 í bókasafninu á Sauðárkróki. Verðlaunaafhending í tveimur aldursflokkum. Upplestur úr barnabók.
Lesa meira

Viðburðir

Engir viðburðir á næstunni

Dagatal

« September 2027 »
SMÞMFFL
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930 

Svæði

Héraðsbókasafn Skagfirðinga  |  Safnahúsinu við Faxatorg  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6050  bokasafn@skagafjordur.is