Flýtilyklar
Fréttir
SSNV styrkir tvö samstarfsverkefni innan Safnahússins
14. janúar 2026
Á mánudaginn var fóru Kristín Sigurrós Einarsdóttir héraðsbókavörður og Sólborg Una Pálsdóttir héraðsskjalavörður á úthlutunarhátíð SSNV sem haldin var á Sjávarborg á Hvammstanga. Þar veittu þær og viðtöku tveimur styrkjum úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra. Annars vegar sótti bókasafnið um styrk til að halda málþing í tilefni þess að 18. apríl verða liðin 100 ár frá fæðingu skagfirska rithöfundarins Indriða G. Þorsteinssonar og hins vegar sótti skjalasafnið um styrk til að halda grúsknámskeið. Hvort safn um sig er svo samstarfsaðili að verkefni hins safnsins.
Lesa meira
Höfundur Ósmann væntanlegur í heimsókn
14. janúar 2026
Joachim B Schmidht, höfundur bókarinnar Ósmann, er væntanlegur í heimsókn á Héraðsbókasafn Skagfirðinga á Sauðárkróki fimmtudaginn 29. janúar. Þar mun hann kynna bók sína Ósmann, sem fjallar um ferjumanninn og Skagfirðinginn Jón Ósmann. Bókin kom í lok síðasta árs og hefur notið mikilla vinsælda á bókasafninu.
Lesa meira
Jólakveðja 2025
23. desember 2025
Héraðsbókasafn Skagfirðinga óskar gestum safnsins og Skagfirðingum öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs.
Vonum að öll njóti jólanna með góða bók við hönd.
Með kveðju
Starfsfólk Héraðsbókasafns Skagfirðinga
Lesa meira

