Fréttir

Lína langsokkur fékk marga afmælisgesti


Það var líf og fjör í Safnahúsinu í gær þegar Lína langsokkur kom í heimsókn. Gestafjöldinn var álíka og árin sem liðin eru síðan fyrsta bókin ódauðlegu sögupersónu kom út í Svíþjóð, eða áttatíu. Börn á leik- og grunnskólaaldri fjölmenntu í fylgd með foreldrum, ömmum, öfum og frænkum.
Lesa meira

Lína langsokkur áttræð

Lína langsokkur - sterkasta stelpa í heimi!
Við ætlum að fagna áttræðisafmæli Línu langsokks á fimmtudaginn og gera okkur glaðan dag í lestrarstund. Lína mun koma í heimsókn í eigin persónu, frá Leikfélagi Sauðárkróks, lesa fyrir börnin og taka lagið. Boðið verður upp á föndurverkefni með Línu langsokks þema og sýnd teiknimynd. Þá munum við bæta Línu púslum og leikföngum í barnahornið og hægt verður að lita myndir af Línu. Við erum líka að setja upp Línu langsokks-skreytingar í barnahornið, sem hún Glódís í 10. bekk Árskóla eru að búa til fyrir okkur. Lestrarstund Línu langsokks hefst kl. 16:30 í Safnahúsinu við Faxatorg á Sauðárkróki.
Lesa meira

Vel heppnað rithöfundakvöld

Rithöfundarnir fimm. Ljósmynd: KSE
Árlegt rithöfundakvöld var haldið í Safnahúsinu sl. fimmtudag. Fimm höfundar mættu til leiks að þessu sinni og kynntu bækur sínar. Aðsóknin var að venju góð og notaleg stemning með upplestri í bland við jólate og konfekt. Góður rómur var gerður að þessum viðburði og voru rithöfundarnir ánægðir með móttökurnar.
Lesa meira

Viðburðir

Engir viðburðir á næstunni

Dagatal

« Janúar 2026 »
SMÞMFFL
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

Svæði

Héraðsbókasafn Skagfirðinga  |  Safnahúsinu við Faxatorg  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6050  bokasafn@skagafjordur.is