Flýtilyklar
Fréttir
Vel heppnað rithöfundakvöld
18. nóvember 2025
Árlegt rithöfundakvöld var haldið í Safnahúsinu sl. fimmtudag. Fimm höfundar mættu til leiks að þessu sinni og kynntu bækur sínar. Aðsóknin var að venju góð og notaleg stemning með upplestri í bland við jólate og konfekt. Góður rómur var gerður að þessum viðburði og voru rithöfundarnir ánægðir með móttökurnar.
Lesa meira
Rithöfundakvöld 13. nóvember
06. nóvember 2025
Hið árlega rithöfundakvöld verður haldið fimmtudagskvöldið 13. nóvember og hefst klukkan 20. Að vanda fer viðburðurinn fram í húsnæði safnsins á efri hæð Safnahússins við Faxatorg. Fimm höfundar mæta til leiks að þessu sinni og kynna sig og nýútkomnar bækur sínar.
Lesa meira
Fjölmennt málþing í Miðgarði
17. október 2025
Síðastliðinn sunnudag var haldið málþing í Miðgarði í tilefni þess að 70 ár eru liðin síðan fyrsta ljóðbók Skagfirðingsins Hannesar Péturssonar kom út. Fjölmenni sótti málþingið sem var á vegum Sögufélags Skagfirðinga. Héraðsbókasafn Skagfirðinga tók þátt í viðburðinum með útstillingu á bókum Hannesar og söluborði með aukaeintökum af bókamarkaði safnsins.
Lesa meira




